46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. janúar 2014 kl. 09:35


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:35
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:35
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:35
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:35
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:35

ÁPÁ og JÞÓ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:35
Nefndin samþykkti fundargerðir 39.-45. funda.

2) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Rafn M. Jónsson frá Landlæknisembættinu, Hrafndís Tekla Pétursdóttir frá Vímulausri æsku og Árni Guðmundsson frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Rúnarsson og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Sigurður Viðarsson og Valgeir Pálsson frá Tryggingamiðstöðinni. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 274. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að óska skriflegra umsagna um þingmálið. Tillagan var samþykkt.

5) 238. mál - greiðslur yfir landamæri í evrum Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að óska skriflegra umsagna um þingmálið. Tillagan var samþykkt.

6) 220. mál - opinber innkaup Kl. 10:53
Lögð var fram tillaga um að óska skriflegra umsagna um þingmálið. Tillagan var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:55
Nefndin ræddi dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:00